Krummi

Krummi

KRUMMI heillar, töfrar og stuðar!

Hljómsveitin KRUMMI stendur fyrir fjölbreyttum tónlistarstíl, frumleika og spuna. Stundum afar hefðbundinn og þjóðlegur svo aftur á móti uppfinningsamur og glettinn. Spuni og þjóðleg hefð spinnast saman og útkoman er afar fáguð tónlist og kemur skemmtilega á óvart.

KRUMMI ber þrá manns þangað þar sem óskirnar rætast. Hið fjarlæga land (Ísland) er skyndilega áþreifanlega nærri. Við hlustun þessarar tónlistar skapar laglínan brú, milli hugmyndanna sem kvikna í ímynduraaflinu og þessarar framandi eyju í norðrinu.

Áhrifaríkt er að heyra hversu auðveldlega þau skipta milli tónlistarstíla. Með fljúgandi léttleika skipta þau frá Líkamstrommun ásamt söng til lagrænna og tilfinningaríkra túlkunar hljóðfæranna. Mýkt söngsins er vel innrömmuð af hljóðfæraraleiknum og flytur fjarlæga staði nánast snertanlega nærri hlustandanum. (Morgunblaðið)

Meðleikur Harmónikkuleikarans Roman Pechmann ásamt mjúkum söng Ellenar Freydísar Martin fær mann auðveldlega til að ímynda sér heilu kvikmyndirnar. Sama má segja um trommuleik og söng Noru Schnabl-Andritsch, hin besta afþreying sem kveikir einnig upp í ímyndunaraflinu og töfrar áheyrandann með nærgætni og frumleika.

Víóluleikarinn Peter Andritsch tælir áheyrandann inn í hinar íslensku goðsögur og töfrar fram litríki íslenskrar náttúru með lifandi leik sínum.

Sellóleikarinn Carles Munos Camarero nær á sannfærandi hátt að sameina hinn þjóðlega og alþjóðlega tónlistarstíl með ákaflega litríkum og áhrifaríkum leik sínum.

Flest þessarar íslensku laga eiga uppruna sinn úr óteljandi sögum um mannlega þrá og ástríður.

Ellen Freydis Martin/ Vocals: ‚Söngur‘
Nora Schnabl-Andritsch/ Percussion/ Vocals: ‚Trommur‘
Roman Pechmann/ Akkordeon: ‚Harmónikka‘
Peter Andritsch/ Viola: ‚Lágfiðla‘
Carles Muñoz Camarero/Violoncello: ‚Selló‘