Krummi

Krummi

er austurrísk hljómsveit sem spilar íslenska þjóðlagatónlist í nýrri útsetningu sem einkennist af kímni, frásagnargleði og ástríðu fyrir Íslandi.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir faglistamenn, fjórir hljóðfæraleikarar og íslensk söngkona, Ellen Freydís Martin.

Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta geisladisk árið 2016 með 10 þekktum þjóðlögum, þar á meðal „Krummi svaf í klettagjá“, „Á Sprengisandi“ og „Sofðu unga ástin mín“.

Tónlistardiskurinn var kynntur með vel heppnuðu tónleikahaldi víða um Austurríki, þar á meðal í Vínarborg. Hljómsveitin hefur fengið lof fyrir nýstárlegan og ferskan tónlistarstíl, auk þess sem tónleikagestir skemmtu sér konunglega: http://www.krummi.at/is_IS/concerts/reviews/

Íslensku vísurnar voru útsettar í sameiginlegum spuna hópsins þar sem hin sérstaka hljóðfæraskipan fær notið sín til fulls og gömlu þjóðsögurnar fá á sig nýjan og ferskan blæ. Hér má heyra upptökur af nokkrum lögum af geisladiskinum: http://www.krummi.at/is_IS/media/

Sumarið 2018 ætla Krummi að heimsækja Ísland og fyrirhuguð er tónleikaferð víða um landið. Dagskrá tónleikanna leggur áherslu á að fá áheyrendur til þess að hverfa með tónlistinni og frásögum sem Ellen Freydís segir á milli laga um ævintýraheim íslenskrar náttúru, þar sem álfar og tröll, hrafnar og huldufólk vakna til lífsins. Dagskrá tónleikanna er flutt á þremur tungumálum: íslensku, ensku og þýsku, og getur hún leikið bæði með eða án rafmagns (acoustic).

Hljómsveitin leitar að samstarfsaðilum á Íslandi sem vilja bjóða upp á frábæra tónlistarskemmtun fyrir alla aldurshópa. Enn eru nokkrar opnar dagsetningar fyrir bókanir: 6 – 7 – 8. júlí 2018.

Ellen Freydis Martin/ Vocals: ‚Söngur‘
Nora Schnabl-Andritsch/ Percussion/ Vocals: ‚Trommur‘
Roman Pechmann/ Akkordeon: ‚Harmónikka‘
Peter Andritsch/ Viola: ‚Lágfiðla‘
Carles Muñoz Camarero/Violoncello: ‚Sello‘